Hérna er næsta grein. ENDILEGA gagnrýnið og segjið skoðanir (Ég á við þig, Brjánn!)



Bastich skoðar: Orcs & Goblins


Stutt yfirlit: Allt frá því Tolkien kom fram með hugtakið “Orc” hefur hver næstum hver einasti “Fantasy” heimur verið fullur af þeim, og Warhammer-heimurinn er enginn undantekning. Á meðan fólk virðist sjaldan vera sammála um hvernig Orc lítur út, virðist hálfgerð stereótýpa hafa myndast: Dökkt hörund (oftast grænt), stórir að stærð og stærri vöðvar, lítið heilabú, villimannsleg hegðun og óstöðvanleg þrá til að lumbra á næsta manni…eða reyndar bara hverju sem nálægt er! Warhammer-heimurinn virðist hafa náð þessari stereótýpu vel, og eru Warhammer (Fantasy) Orcs taldir með þeim heimskustu hingað til. Sem dæmi má nefna tölur: Orcar get ekki talið hærra en upp að 3.

Enda ekki mikil þörf á því, því Orcar hafa náð góði samkomulagi við lífræna frændur sína: Goblins. Á meðan Orcs eru grimmir og ofbeldisfullir, eru Goblins slóttugir og gáfaðir (miðað við Orcs, allavega) en algjörar raggeitur, og kunna meira að segja að reikna! Orcs & Goblins eru oftast kallaðir Greenskins vegna þess að þeir eru næstum undantekningalaust grænir að hörundslit.

Ólíkt öllum hinum Warhammer-herjunum, hafa Greenskins ekkert sérstakt landsvæði, þú getur funduð þá næstum því alls staðar í Warhammer-heiminum! Þó eru nokkur svæði sem eru “grænni” en önnur, t.d. Border Princes (miðausturlönd) sunnan við Empire, og Dark Lands, austan við Worlds Edge Mountains (Úralfjöll).


Helstu styrkir: Orcs & Goblins eru barbarar, villimenn og ribbaldar Warhammer-heimsins, og spilast þannig! Þeir eru langbestir í sókn, með margar Units sérstaklega gerðar fyrir sóknarleiki. Orcs eru bæði seigir OG ódýrir, með T4 og oft S4 líka. Helsti styrkur Goblins eru fjöldi þeirra, og kunnátta þeirra á ýmsa hluti sem best er lýst sem “Insane”! Það eru ekki margir herir sem standast gott WWWAAAAGGGGGHHH!


Helstu gallar: Villimannalýðir hafa aldrei verið þekktir sem þrautþjálfaðir hermenn sem hlýða öllum skipunum, og Greenskins eru engin undantekning. Það er oftar en ekki að Greenskin-her lendi í vandræðum vegna þess að herinn sjálfur er til trafala, nærvera andstæðings er oft aukaatriði. Ef Greenskin-spilandi passar sig ekki, getur herinn hans hrunið í sundur (sem hann gerir af sjálfsdáðum) og síðan brytjaður í spað (þar kemur andstæðingurinn inn í myndina)

Ef einhver her þarf að fórna módelum til Teningaguðanna, þá er það Orcs & Goblins!


Jafnvægi hersins: Orcs & Goblins er hinn sígildi Horde-her, hinn meðal Greenskin her er með u.þ.b 130 módel. Eins og flestir Horder-herir er hann græjaður meira upp á close combat heldur en shooting og magic. Shooting er til staðar, en það eru aðallega War Machines sem eru eitthvað nothæf í það. Síðan er Greenskin magic alveg lygilega kröftugt. Of kröftugt, reyndar, því aumingja Shamans ráða stundum ekki við galdranna, og eiga það til að viðra heilann sinn endrum og eins. Orc Magic er öðruvísi byggt upp en hjá öðrum, þess vegna er það bæði kröftugra og hættulegra.

Þar sem Horde-herir eiga það til að vegna betur í orrustum, mætti halda að Greenskins, með ódýra, en afkastamikla Orcs og fullt af öðru banvænu dóti myndi vera of góðir. En vegna þess hversu erfitt er að hafa stjórn á hernum og hversu einhæfur herinn er í raun og veru, þá jafnast þetta að mestu leyti út. Þó eru nokkrir hlutir sem eru úr jafnvægi. Má þar nefna Orc Magic. Það er lygilega auðvelt að búa til Greenskin galdraher sem rústar öllu (Líka sjálfum sér) og má þar kenna um sterkum “Arcane Items” og klaufalegri staðsetningu Shamen. En það eru líka neikvæðir hlutir sem hafa áhrif á jafnvægið, því Greenskins hafa nokkrar Units sem eru bókstaflega gagnslausar. Má þar nefna Squig Herds, Wyverns og Trolls sem góð dæmi.

Þegar öllu er á botninn hvolft, er herinn í mjög góðu jafnvægi, þótt hann sé dálítið einhæfur.


Sagan og bakgrunnur: Greenskins hafa alltaf verið, og munu alltaf vera, til vandræða fyrir hinar “siðmenntuðu” þjóðir Warhammer-heimsins. Þegar siðmenning fellur, eða er einfaldlega máð út úr heiminum, eru Greenskins oft aðalorsökin. Besta dæmið er Dvergaveldið í Worlds Edge Mountains, en dvergarnir hafa misst mörg virki í hendur Orca og Goblinna. Síðan er hægt að minnast á ríki Strigoi-blóðsugna, sem hvarf endanlega undir stígvélum Orca fyrir langalöngu, og Empire & Bretonnians hafa alltaf í nógu að snúast við að halda þeim burt frá löndum sínum. Bretonnians héldu meira að segja eitt stykki Krossferð til höfuðs þeim þegar Morglum Necksnapper var og hét.

Samfélag Orcs & Goblins er hlutur sem hefur verið mikið skrifað um, enda margt athyglisvert að sjá. Greenskins lifa í “clan”-samfélagi, með mjög flókna og síbreytandi goggunarröð. Æðstur í hverju Clani er Warboss, sem er nær undantekningarlaust sá stærsti líka, því Orcs hætta aldrei að vaxa. Stundum er Warboss sérstaklega sterkur/grimmur/seigur/stór til þess að önnur Clön ganga í lið með honum, sem fær fleiri clön til að verða með, og svo koll af kolli, þangað til það verður til það sem kallast WWWAAAAAGGGGGHHHH!, sem er bókstaflega óteljandi stór alda af Greenskins, sem fara í heimsreisu, rænandi og ruplandi öllu sem verður í vegi þeirra. Nokkur svona WWWWAAAGGGHHH hafa gengið yfir Empire, til dæmis, og komst eitt nálægt því að fella Empire, á meðan annað rauk þvert yfir Empire og fór út á sjó til Ulthuan að heilsa upp á álfana þar. Þessi WWWWAAAGGGHHH eiga það til að liðast í sundur er Warbossinn drepst.

Ég ætla mér að eyða smá plássi í að tala um einn hlut sem Games Workshop hefur hunsað í nýja kerfinu en það er samband Greenskins við Chaos Dwarfs. Þar sem Chaos Dwarfs búa í Dark Lands og mikið er af Greenskins þar, hefur hálfgert samband myndast þar á milli. Greenskins selja Chaos Dwarfs þræla og aðra hluti sem þeir hafa náð í annarstaðar, og fá í staðinn betri vopn og War Machines. Það er talið að Chaos Dwarfs hafi kennt Goblins að búa til Spear Chukkas og Rock Lobbers, og síðast en ekki síst, er uppruni Black Orcs hjá Chaos Dwarfs. Síðan eiga Chaos Dwarfs það líka til að sleppa öllum sölubulli og hirða heilu hálfu clönin í þrælahald…..:)


Fyrir þá sem spiluðu “gamla” Warhammer: Þetta er að mestu leyti sami herinn, stærsta breytingin er sú að Forest Goblins eru farnir. Sem skipti svo sem ekkert miklu máli. Spider Riders voru andskoti skemmtilegir, en það var samt mjög sjaldan sem þeir voru notaðir, hvað þá að þeir gerðu eitthvað. Sumar af kröftugri sveitunum eru orðnar veikari (Doom Divers og Pump Wagons til dæmis) á meðan aðrar urðu sterkari (Giants!) Annað punktur þess virði að minnast á er að það er mun erfiðara að hafa stjórn á hernum heldur en áður. Sem er bara fínt mín vegna.


Herinn sjálfur: ´ere we go, ´ere we go, ´ere we go…..

Spes reglur: It´s not easy being green….

Nóg af þeim fyrir Greenskins, og ber þar fyrst og fremst að nefna Animosity, einn stærsta veikleika hersins. Margar Greenskin-sveitir þurfa að taka Animosity test, og ef þeir klikka, þá fara þeir líklegast að rífast við hvorn annað og gera ekki neitt! Þetta getur eyðilagt allt “planið” og kostað þá bardagann! En einstaka sinnum, getur þetta snúist þeim í hag….

Síðan kemur goggunarröðin inn í reglurnar með Greenskin Panic reglunni. Orcum er alveg sama þótt Goblins flýji, á meðan Black Orcs & risum er skítsama um Orca OG Goblina!

Ekki má gleyma heldur Choppaz. Orcs trúa á “því stærra, því betra” og berjast með stærstu vopnum sem þeir geta fundið. Að segja “vopn” er nú dálítil bjartsýni, þetta er meira svona stór spýta með stærri málmklump á endanum. Choppaz koma í staðinn fyrir hand weapons hjá Orcs. Góði plúsinn er sá, að fótgangandi Orcs fá +1S þegar þeir charga. Mínusinn er sá, að þetta gildir ekki sem hand weapon, þannig að “Hand Weapon & Shield” bónusinn gildir ekki fyrir Orcs! Það má líka hrósa GW fyrir að útskýra þessa reglu svo afdráttarlaust….

Svo næst kemur regla sem sannar hversu miklir ræflar Goblins eru: Þeir eru hræddir við álfa! Þeir geta sloppið við það, ef Goblins eru tvöfalt fleiri heldur en álfarnir, sem er andskoti oft, þannig að þessi regla er voðalega sjaldan notuð.

Síðast ber að minnast á þá reglu sem flestir eiga í vandræðum með: Big ´Unz. Þessi regla leyfir Greenskins að uppfæra venjulega Orcs í “betri” Orca, Á MEÐAN ÞAÐ ERU JAFNMARGIR VENJULEGIR ORCAR Í HERNUM! Brjánn getur örugglega útskýrt þetta betur en ég….

Það er margar aðrar reglur sem gilda um Greenskin herinn en þær koma ekki endilega í “spes reglur” pakkanum. Til dæmis hata Night Goblins dverga, Black Orcs leyfa Re-rolls á Animosity tests, Savage Orcs eru Frenzy og hafa 6+ Ward Save, og Greenskins Shamans haga sér öðruvísi heldur en aðrir Wizards. Shamans fá auka Power Dice ef Orca-sveitir (Goblins líka, en hverjum stendur ekki á sama um þá?) eru í close combat. Þegar tekið er til greina að Waaagh!-galdrarnir eru andskoti sterkir, myndi þetta líta út fyrir að vera mjög gott, nema hvað að Greenskins Shamans eru í vandræðum ef þeir fá Miscast! Til að byrja með eru allar flýjandi sveitir láta gilda sem margföldun á Miscast-kastið, og síðan eru Greenskins með sér Miscast-töflu, sem er best lýst sem “Banvænni”. Fyrir þá sem vita ekki hvað “Headbang” er, horfið þá á Greenskin Shaman fá Miscast. Mætið með handklæði, svona til öryggis….


Magic Items: Eins og sæmir þeim vel, hafa Greenskins mikið úrval af góðum (en dálítið einföldum) vopnum. Það sem merkilegra er, er að Greenskins hafa líka mörg kröftugustu Magic Items sem tengjast göldrum. Þrátt fyrir það eru Magic Items hjá Greenskins svona í meðallagi: Mörg nothæf, mörg einfaldlega of dýr, en flest koma að gagni fyrir þá. Síðan er alveg æðislegt að lesa söguna á bak við Itemin! :)

Bestu Itemin:

Vopn: Flest vopnin þeirra eru dálítið stöðluð (við því á ég að margir herir hafa eins vopn), en þó eru þrjú sem mér finnst markvert að minnast á. Það fyrsta er Porko´s Pigstikka. Fyrir utan það að vera bara spjót, gefur það auka árásir í fyrir hvern rank sem andstæðingurinn hefur. Það gildir auðvitað bara í fyrstu bardagaumferðinni, en þetta kemur að góðum notum þegar Boar Boyz eru að halda útigrill….

Hin tvö vopnin eru svokölluð “One Hit Wundas”. Annað vopnið gefur +3 árásir einu sinni, og hitt styrkir eina árás sem hitti um +3S! Ódýr, og geta komið sér vel.


Brynjur: Greenskins hafa aldrei verið þekktir fyrir að vera brynvarðir, en hafa samt gott úrval af brynjum. 1+ brynjan er til staðar, og sömuleiðis Ironskin Shield, sem fyrir utan að vera skjöldur, gefur 4+ Ward Save!


Talismans: Hér byrja að koma nokkur sérstök Magic Items. Fyrst má nefna Sizzla´s Shiny Baubles, sem eru örugglega eitt besta Anti-Magic Item í Warhammer spilinu. Þetta endurkastar galdrinum aftur á galdrakarlinn sem kastaði honum upprunalega á 4+. Eins og gamla “Rebound” spilið.

Síðan er Glowy Green Amulet, sem er örugglega ennþá betra Anti-Magic Item, en er stórhættulegt að nota! Ef spilandinn vill, getur hann ákveðið að láta Glowy Green Amulet um galdurinn sem miðað er á notandann. Kastað er tening: Á 2-6 er galdurinn stöðvaður. Púff! En ef upp kemur 1, þá deyr sá sem er með Amuletið. BÚMM!


Arcane Items: Hér ber að minnast á lygilega kröftugt magic item: Ditto´s Double Doin´ Doodahs. Þetta leyfir Shaman að kasta galdri tvisvar. Þetta er bókstaflega hæfileikinn sem Necromancers höfðu í gamla daga og gerði þá mjög óvinsæla! En þótt Itemið sé kröftugt, þá þýðir það ekki að Orcs eru óstöðvandi. Eins og ég minntist á, er Orc Magic mjög óstöðugt, og spilandinn þarf að skaffa Power Dice til að kasta göldrunum í hvert sinn. Sem þýðir enn meiri líkur á Miscast! Sem betur fer eru hin kukl-Itemin ekki eins kröftug.


Magic Items: Hér er að finna þrjú Item vel þess virði að minnast á. Fyrst er Guzzla´s Backbone Brew. Þetta er orkudrykkurinn þeirra, því hann gefur LD 10! Aftur á móti endist hann rétt nógu lengi til að taka eitt LD test. Sem er oftast nóg. Svo er það Mad Cap Mushrooms. Sterasveppir fyrir Fanatics! Tvöfaldar hittin þeirra! Og loks er það Nibbla´s Itty Ring, sem er eini Bound Spell sem Greenskins geta verið með. Og reyndar sá eini sem þeir þurfa, fyrst hann er svona góður, því þetta er ekkert meira en göldróttur Sniper-riffill!


Banners: Mork´s Spirit Totem er mjög skemmtilegt Anti-Magic Item, en krefst Battle Standard Bearers. Bad Moon Banner gerir Night Goblins Stubborn, sem skiptir engu máli, því þeir hafa LD 5! En besti Bannerinn er örugglega Nogg´s Banner Of Butchery. Einnota banner sem gefur öllum í sveitinni +1 árás! Fyrir 25 pts! Aðeins of ódýrt, finnst mér.


Lords: Hérna er ofdekrað við Greenskins. Þeir hafa 9 Lord Choices! Greenskins þurfa meira á Leiðtogum að halda heldur en hakkavélum, svo ég skoða alla þessa gaura frá því sjónarhorni.

ATHUGIÐ: Ef þið notið eingöngu Goblin characters í hernum, má taka aukalega Goblin Big Boss fyrir hverja 1000 pts í hernum. Einmitt það sem All-Goblin her þarfnast. Meiri aumingja.

Black Orc Warboss: Hann er stór, hann er stæltur, hann étur goblins í morgunmat! (Gera þeir það ekki allir hvort sem er?) Þetta er harður nagli, sem sameinar nokkra nauðsynlega hæfileika. Hann er bardagamaskína OG hann dregur úr Animosity! Leiðtogi OG stríðsmaður. Og S5 T5 í þokkabót! Hann hefur tvo galla samt. Fyrsti er sá að hann tekur auka Hero slot. Hinn er sá að fyrir Orc character, er hann dýr í punktum. Og vekur óskipta athygli fallbyssukúlna. En fólk verður sjaldan fyrir vonbrigðum með þetta vöðvafjall!

Orc Warboss: Ódýra týpan af Black Orc Warboss, með engan af aukafídusunum. Hann lumbrar á fólki í close combat, en merkilegra finnst mér T5 á honum, sem þýðir að hann hristir bara ýmsa pirrandi hluti utan af sér (eins og álfa). Þetta er aðalleiðtoginn hjá Greenskins.

Ég ætla að nota tækifærið hér til að ræða um Wyvern. Sem er í öðru sæti yfir “Lélegasta Monster í Warhammer”. (Þið viljið ekki vita hvað er í fyrsta sæti) Fyrir 230 pts, fæst monster með WS 5, S 6, 5 Wounds og….2 árásir? WTF? Hvað var verið að pæla? Ó já, ég næstum gleymdi, Wyvern hefur spes “Tail Attack”. Eins og það reddi öllu. Og Wyvern á að vera náskyldur dreka! Drekarnir hljóta að skammast sín fyrir að vera skyldir þessu! Það er slæm hugmynd hvort sem er að setja hershöfðingjann á monster, sérstaklega fyrir Greenskins, sem þurfa á honum að halda!

Savage Orc Warboss: Ofvirkir Orcar eiga sína góðu daga, en flestir hafa meiri áhuga á að láta þá leiðbeina hernum, ekki keppast um hvor er fyrstur að bana manni. Eða dvergi. Eða álfi. Eða eðlu. Eða rottu. Eða zombie. Eða Ogre. Eða hesti. Eða djöfli. Eða trölli. Eða halfling. Eða manni í niðursuðudós. Eða hundinum hans Stebba. Síðan má ekki gleyma að Savage Orcs mega ekki vera í neinni brynju (þeir mega nota skildi) sem er aldrei holl líkamsrækt. Savage Orc characters eru vafasamir, í meira lagi og næstum því gagnslitlir sem Leiðtogar.

Orc Great Shaman: Skásti Wizard Lord sem Greenskins hafa. En hann er samt Aumingi, eins og allir Wizards. T4 heldur honum þó lifandi aðeins lengur. Ld 8 gerir hann lítið góðan Leiðtoga.

Savage Orc Shaman: Í gamla kerfinu var þessi langbestur, vegna þess að hann bætti við galdraspilum í búnkann hjá Greenskins. En nú eru aðrir tímar, og Savage Orc Shamans eru ekki bestir lengur. Reyndar eru þeir lélegri en venjulegir Orc Shamans, vegna þess að þeir eru Frenzy! Hver þarf á ofvirkum Nörd að halda? Og heldur einhver að 6+ Ward Save geri hann ósigrandi? Þó getur hann átt sína daga, því með Frenzy kemur Immune to Psychology, og ÞAÐ kemur sér helvíti vel fyrir Orc. Þótt hann sé Aumingi. Hann er SAMT betri en Goblin Shamans….

Goblin Warboss: Flestir herir geta keypt Heroes sem kosta meira en Goblin Warboss. Flestar hetjur eru líka BETRI en Goblin Warboss. Þrátt fyrir það er Goblin Warboss vel nothæfur til að lumbra á fólki fyrir lítinn punktakostnað. Vandamálið er að hann þarf að vera Leiðtogi, en með LD 8 er honum ekki að takast það! Sem betur fer er hann ekki versti leiðtoginn, en sá vafasami titill fellur til….

Night Goblin Warboss: Þetta er dapurlegur gutti. Goblin Warboss má minnsta kosti setjast upp á úlf eða sitja í Chariot. Þessi getur bara labbað um! Hann er jafngóður í að lumbra á fólki og Goblin Warboss, nema hann er LÉLEGRI Leiðtogi, með LD 7!

ATHUGIÐ: Ef þið getið prangað Leiðtoga-hlutverkinu upp á einhvern annan en Goblin Warboss (til dæmis (Black) Orc Big Boss) þá ráðlegg ég sterklega að taka (Night) Goblin Warboss og græja hann upp sem stríðsmann! Goblin Warboss með Greataxe, Light Armour og úlf undir sér kostar bara 95 pts! Og má taka 100 pts í Magic Items! Og hverjum er ekki sama þótt hann drepist?

Goblin Great Shaman: Þurfa Greenskins fleiri aumingja? Það kemur mér bara á óvart að hann hafi T4! Hann er ekki það mikið ódýrari að hann sé betri kostur en Orc Great Shaman.

Night Goblin Great Shaman: Merkilegt nokk, er þessi gaur oft virði puntkanna sinna. Hann tekur með sér sveppi sem hann má borða til að fá auka galdratening. En þetta er hættulegt, því ef teningurinn kemur upp sem 1, er galdurinn Miscast! Annars er hann mesti auminginn af þeim öllum!


Heroes: Og viti menn! Greenskins hafa líka 9 Hero choices! Dekurrófur!

Black Orc Big Boss: 80 pts hetjur eru ekki beinlínis ódýrar, sérstaklega þegar þær taka tvö Hero choice, en djöfulsins harðnaglar eru þetta! S5 og T5 er himinhátt fyrir hetju, og þeir hafa jafnmikið áhrif á Animosity og aðrir Black Orcs. Ef þú getur séð af einu Hero slot, þá ráðlegg ég einn svona í herinn!

Orc Big Boss: Venjuleg Orc hetja. Með T5! Það er aldeilis lúxus! Þeir eru nothæfir í allan fjandann, og vel virði puntkanna sinna.

Savage Orc Big Boss: Ofvirk Orc hetja. Líka með T5! Savage Orc Big Boss er skásti Savage Orc characterinn, þannig að ef þú vilt endilega hafa Savage Orc character, gríptu þá þennan.

Orc Shaman: Hann er ódýr, og hefur T4 í þokkabót, sem þýðir að hann er andskoti góður. Ef hann springur, eru það ekki endalokin. Nema hann hafi staðið við hliðina á hershöfðingjanum…..

Savage Orc Shaman: Ofvirkur, ódýr Nörd. T4 og 6+ Ward Save ætti að halda honum lifandi. Þá er bara að halda honum burt frá bardögum…..

Goblin Big Boss: Vantar þig ódýra hetju til að styrkja sveit? Líttu ekki lengra! Fyrir 35 pts, færðu WS 4, 2 Wounds og 3 árásir! Reynsla mín af frændum þeirra, Hobgoblin Big Bosses, segir mér að þetta eru mjög nothæfar hetjur. Bara ALLS EKKI nota þá sem Leiðtoga. Skelltu honum á úlf, og hann er fínn í að veiða Wizards og stöðva Marching. Fyrir skid og ingenting!

Night Goblin Big Boss: Ódýrari er Goblin Big Boss, en samt er hann verri, því hann er takmarkaður við fæturnar á sér! Hann kemur best að gagni við að troða Mad Cap Mushrooms ofan í Fanatics!

Goblin Shaman: Ódýr. Aumingi. Ekki búast við neinu af honum, og þá verðuru ekki fyrir vonbrigðum.

Night Goblin Shaman: Sama og fyrir Goblin Shaman, en þessi hefur einn galdrasvepp með sér, sem gerir hann aðeins betri.

Ein leið til að nota Goblin Shamans er til að fórna þeim: Nota þá til að kasta stóru og sterku göldrunum. Ef þeir springa, þá springa þeir bara. Who cares anyway?

ATHUGIÐ: Eins gaman og það er að láta (Night) Goblin Shamen ráfa á eigin spýtur (ekki í units) þá er það ekki gáfulegt á móti álfaherum. Einn álfur veldur Fear í stökum Goblin!


Core Choices: Nóg að hafa hér. Grundvallarregla: Hafðu þessar sveitir eins stórar og mögulegt er.

Varðandi Big ´Unz: Þú mátt bara hafa EINA sveit af Big ´Unz, en nokkrar sveitir koma til greina fyrir þetta heilaga hlutverk. Það skiptir engu hvaða sveit verður gerð “Stærri”, hún verður þrusugóð. Atriði sem er gott að hafa í huga er þetta: Hvernig her ertu að búa til? Ætlarðu að hafa bara “venjulegan” her? (Herinn hans Brjáns) Eða hefurðu kannske fleiri Savage Orcs? Eða þá kannski Cavalry her? Þá skaltu “Stækka” sveitina sem best passar við hersuppsetninguna. Savage Orc Big ´Unz í Savage Orc her, og Big ´Unz Boar Boyz í Cavalry her.

Orc Boss punkturinn: Orc Bosses (Champions) eru betri en aðrir Champions, þar sem þeir hafa ekki bara aukaárás, heldur +1S og +1 WS! Þetta gerir Orc Bosses alltaf góða fjárfestingu, og Black Orc Bosses verða stórhættulegir fyrir vikið!

Orc Boyz: Grunnsveitin í flestum Greenskin herum, þeir eru ódýrir og skila sínu. T4 bætir upp fyrir lélegt AS. Þeir eru samt betur settir í að vinna á combat result, ekki á drápum.

Orc Arrer Boyz: Oftast kallaðir “Error boyz” vegna þess að láta Orc hafa boga er bara “DOES NOT COMPUTE” dæmi. Greenskins eru EKKI shooting her. Fólk hefur betra að gera með punktanna heldur en þetta.

Savage Orc Boyz: Þótt Savage Orc characters séu ekki skynsamleg hugmynd, er ekkert að því að hafa eina sveit af Savage Orcs. Ég á við, SVEIT með Ward Save? Og Immune To Psychology? Með Warpaint og skjöld kosta þeir 8 pts stykkið, eru með T4, 5+ AS og 6+ Ward Save og 2 árásir, plús að þeim er skítsama um Fear og svoleiðis hluti. Must-have á móti Undead. Og munið, Savage Orcs líta út með hálfvitar ef þeir eru með boga!

Goblins: “The lowest of the low.” Þeir kosta 2 pts MEÐ skildi. Endilega gefðu þeim Light Armour, þá kosta þeir 3 pts og hafa þetta gullna 4+ AS í close combat! Notaðu þá til að gefa hernum þetta “Horde” útlit, en ekki búast við neinu miklu af þeim.

Goblin Wolf Riders: Lygilega fjölbreytt sveit. Það er hægt að fara tvær leiðir. Ein er að græja þá upp með Light Armour, Shield og spjót, hrúga þeim í svona 20 manna hóp, og fara á djammið. Hraðinn og fjöldinn ætti að gera sitt.

Hinn möguleikinn er að nota þá eins og þeir áttu að vera notaðir: Fast Cavalry. 5-6 manns í sveit, hlaupandi út um allt að pirra andstæðinga. Shortbows eru ekki lélegir á Goblin Wolf Riders! Eina vandamálið við þessa leið að þeir þurfa samt að taka Animosity tests, og ef þeir strandast einhversstaðar á óhentugum stað, þá ertu líklegast búinn að missa þá. Pfft. Bara Goblins….

Night Goblins: Aðeins sérhæfðari útgáfa af Goblins. Meira Initiative, minna LD. Og engin Light Armour! En það er margt sniðugt við þá. Fyrst eru það netin. Hluti af hverri sveit má taka með sér net, sem eru andskoti sniðug. Á meðan netin gera engan skaða, þá draga netin úr árásum andstæðinga. Það er fyndið að gera lítið úr óvinahetjum með slatta af netum! Síðan HATA Night Goblins Dverga, sem er ennþá fyndnara ef netin eru notuð….

EN, aðaltilgangur Night Goblins hefur verið sá sami í mörg ár: Fanatic-flutningar. Hver sveit af Night Goblins má vera með 3 Night Goblin Fanatics. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í þá þar sem orðspor þeirra er nógu gott nú þegar, og fólk þarf í rauninni ekki að læra virkilega ógeðslegu aðferðirnir til að nota þá. Ég vil þó segja þetta: Ef Greenskin-spilarinn er eitthvað taugaóstyrkur varðandi sína eigin Fanatics, þá má hann skjóta á þá sjálfur. Þar geta Shortbows á Night Goblins komið að einhverju gagni….

Snotling Swarms: Tjörusveit Greenskins. 4 plattar fyrir 25 pts stykkið er góð fjárfesting, meira er dálítið vafasamt…. Ég ætla að leyfa Brjáni að segja meira um Snotlings, þar sem hann kann allar gamansögurnar um þá….


Special choices: Svín, stríðsvélar og rauðir reiðskjótar.

Black Orc Regiment: Heavy Infantry sveitin hjá Greenskins. Eina sveitin sem er með Heavy Armour, og eina Infantry-sveitin með Great Weapons! Þetta er ein harðasta sveitin í Warhammer, og fólk veit það! Black Orcs eru fyrsti hluturinn í hernum sem er skotinn í spað af skotglöðu andstæðingunum. Stundum er gott að vita það, því þá er ekki verið að skjóta restina af hernum….

Þeir mega hafa Magic Banner, og fyrst þeir eru svona mikil skotspónn (dööööh!) þá er Night Banner frábær á þá. Fólk spyr mig oft hvort sé betra á Black Orcs, tvö choppas eða Great Weapons. Ég vel oftast Great Weapons, en tveir choppas koma sér vel á móti T3 herjum.

Orc Boar Boyz: Það er dálítið erfitt að flokka Boar Boyz. Þeir eru ekki Heavy Cavalry, en það er ekki auðvelt fyrir andstæðinginn að losa sig við þá heldur. T4, 3+ AS + lágt verð gerir það að þú getur hrúgað þeim á andstæðinginn. Boars eru andskoti finir steeds, betri en bikkjurnar sem allir aðrir hafa. Best er að líta á Boar Boyz sem mjög hraðskreiða Orc Boyz sveit.

Savage Orc Boar Boyz: Erfiðaðri í meðhöndlun en venjulegir Boar Boyz, því Frenzy og 14“ charge eiga ekki vel saman. Þeir gera meiri skaða en venjulegir Boar Boyz út af aukaárásinni frá Frenzy. Ég myndi ráðleggja vargætni þegar Savage Orc Boar Boyz eru notaðir, og mæli óspart með þeim gagnvart Undead.

Night Goblin Squig Herds: Gömlu Squig Herders og Squig Hoppers voru sameinaðir í eina sveit. Hvort það var góð hugmynd er dálítið erfitt að segja. Squig herds er ein viðkvæmasta sveitin í Greenskin hernum. Á meðan Squigs eru bandbrjáluð meltingafæri með fætur og Squig Hoppers eru bara skopparar, eru Night Goblins látnir stjórna þessu, með sitt dásamlega LD5! Ef sveitin flýr út af einhverri ástæðu, þá verður allt vitlaust þegar Squigs storma í allar áttir! Þess vegna er aðeins hægt að gera tvennt við sveitina:

1) Troða henni við hliðina á hershöfðingjanum, og passa sig að hafa alltaf nóg af Night Goblins í sveitinni. Þá áttu allavega góðan möguleika á því að ná yfir til andstæðingsins, og að Squigin éti andstæðinginn, en ekki þína karla….

2) Hundsa hershöfðingjann, troða sveitina fulla af Squigs og storma yfir völlin, með það í huga að LÁTA sveitina flýja! Þegar allar þessar Squigs sleppa lausar, þá eru þær nær andstæðingnum, heldur en þér, og hann þarf að hafa áhyggjur af þeim.

Ég kalla þetta ”Að sleppa skrattanum úr sauðaleggnum beint í smettið á óvini þínum“ herbragðið. :)

Squig Hoppers eru skondnir, því þeir geta, með mikilli heppni, skoppað endalaust um óvinaherinn eins og skopparabolti! Í hvert skipti sem Squig Hopper lendir á óvinasveit, þá bítur Squiggið frá sér, og SKOPPAR SÍÐAN AFTUR! Og ef hann lendir aftur á óvini, þá byrjar sagan aftur! En spurningin er: Eru Squig Hoppers þess virði? Ég veit það satt að segja ekki. Kannske Brjánn hafi betri hugmynd…..

Chariots: Chariots hafa sína kosti og galla. Ef þeir lifa af nógu lengi til að ná chargi, þá geta þeir valdið heilmiklum usla. Sérstaklega ef þeir ná að vinna með öðrum sveitum. Það eru oftast tvær tegundir af Chariots til, og Greenskins eru nógu heppnir til að hafa báðar.

Orc Boar Chariot: Þetta er ”þyngri“ gerðin af Chariot. Þyngri gerðin er oftast með M7, T5 og 4 Wounds eða meira. Og alltaf með Scythed Wheels. Þeir eru hægfarari, en eiga betri möguleika á að komast í bardaga. Orc Boar chariot er fínn Heavy chariot, þar sem Orcarnir um borð fá ekki bara charge bonus frá spjótunum sínum, heldur fá Boarin sem draga vagninn það líka! Fólk þarf að passa sig á þessum!

Goblin Wolf Chariot: Þetta er ”létta“ gerðin af Chariot. Þeir eru oftast með M9, T4 og 3 Wounds, stundum 4. Og hafa þann einstaka bónus, að tveir chariots kosta 1 Special choice! Hagkvæmt! Goblin chariot er lygilega góður. 4 crew members gefa nægar (lélegar) árásir, og Scythed Wheels gera þá satt að segja stórhættulega, sérstaklega með 18” charge! Veikleiki þeirra er LD 6. Auðvelt er að hræða þá í burtu.

Goblin Rock Lobber: Staðlaður Stone Thrower, með einum góðum bónus: Það er hægt að kaupa fjórða manninn á maskínuna, og það Orc! Það hækkar LD um 1, og gerir sveitina seigari gegn óprúttnum náungum sem vilja skjóta meinlausa, útþrælda Goblins í spað!

Goblin Spear Chukka: Næst ódýrasti Bolt Thrower í spilinu, og afkastamesta skotvopnið í Greenskin hernum. Sérstaklega þar sem hægt er að kaupa tvær Chukkas fyrir eitt Special Slot! Eins og með Rock Lobber, er hægt að kaupa fjórða manninn (Orc) til auka lífslíkur áhafnarinnar.


Rare Choice: Wagons and Giants and Trolls, oh my!

Trolls: Bakkabræður. Þeir líta andskoti vel út, stattalega séð, með 3 wounds, 3 árásir, valda Fear og Regeneration heldur þeim lifandi. En það er einn STÓR galli á þeim: Stupidity. Á LD 4! Þeir geta ekkert á eigin spýtur! Til þess eins að þeir verði nothæfir, þarf að kaupa Hero sem “Barnapiu” handa þeim. Eða klessa þeim við hliðina á hershöfðingjanum. En þar sem til eru betri Rare Choices, þá sjást tröll ekki lengur í Warhammer. Sem er leiðinlegt.

Goblin Doom Diver: Hrylliegasta War Machine Greenskins í gamla daga snýr aftur, en er ekki nærrum því eins hræðilegt og það var. Á meðan Doom Diver var leysimiðuð fallbyssa í gamla daga, er þetta núna “Fljúgandi Fanatic” vegna þess að hann gerir alveg eins skaða. Eins og hinar tvær War Machines hjá Greenskins, er hægt að kaupa auka Orc í áhöfnina, og ég mæli sterklega með því þegar Doom Diver á í hlut. Vegna þess að Giants eru vinsælari, og mikillar nákvæmni er þörf til að brúka þessa maskínu rétt, sést mun minna af henni en áður.

Snotling Pump Wagon: “Tíu gíra spítthjólastóll” er helvíti góð lýsing á þessu apparati. Unbreakable, og handahófskennt hreyfing þess gerir þetta skemmtilega tilbreytingu. Það sem ég er ekki að skilja er af hverju Pump Wagon er Rare choice. Í gamla daga var þetta stórhættuleg útgáfa af Chariot sem gerði 2D6 S7 hits, en núna er það bara S4. Betra væri að gera þetta “2 for 1” Special choice. En er hlustað á mig? Nei, auðvitað ekki!

Giant: Uppáhaldsunit flestra Greenskin sveita. Veldur Terror!, veldur usla, veldur því að fólk skýtur öllu sem það getur á hann. EF hann kemst í combat, þá er það handahófskennt hvað hann gerir, en möguleikar hans á að stórskaða óvininn eru miklir. Auk þess er næstum því ómögulegt að losna við hann úr close combat nema að drepa hann, og þá hefur risinn lokaorðið hvort sem er. Poisoned attacks eru snöggar að ganga frá honum, svo farið varlega þegar svoleiðis árásir eru á ferðinni. Hann getur heldur ekki melt fallbyssukúlur vel.


Hvernig skal spila Orcs & Goblins: Með skipulagningu og MIKILLI heppni. Hægt er að draga mikið úr áhrifum Animosity einfaldlega með því að raða hernum upp rétt. Black Orcs á réttum stað gera kraftaverk, og sveitir sem gefa skít í Animosity eru fínar í að “skyggja” á sveitir sem þjást af Animosity. Auk þess þurfa sveitir sem eru í close combat ekki að taka Animosity test, svo best er að koma þeim í close combat sem fyrst.

Heppnin hefur samt ávallt lokaorðið með Greenskins. Á góðum degi eru Greenskins óstöðvandi. Á slæmum degi eru þeir gott sem dauðadæmdir.

Greenskins eru 95% tilfella sóknarherir. Varnarherir eru sjaldgæfir vegna þess að það gefur Animosity allt of mikinn tíma til að valda usla, og shooting hjá Greenskins er lélegt. Á meðan Greenskins eru einfaldir, þarf mjög flókinn og snjallan spilanda til að þeir nái mestum árangri.