Vegna fjölda áskoranna (allar 4) auk þess sem mér leiðist hvað sumar greinar um heri eru yfirborðskenndar, hef ég ákveðið að reyna að gera almennilegar greinar um hvern her fyrir sig. Ég er að vonast með þessu að einhverjir hafi gagn og gaman og læri kannski eitthvað nýtt um herina sína. Frábært væri fyrir “Reynda” spilendur þessara herja að bæta síðan sínum skoðunum, gagnrýna skriftir mínar, eða bara vera leiðinlegir vegna þess að ég er að dissa herina þeirra :).

Ég mun taka bækurnar í þeirri röð sem þær voru gefnar út. Röðin er þessi:

Empire
Orcs & Goblins (Greenskins)
Dwarfs
Vampire Counts
Dark Elves
High Elves
(Wood Elves)
Skaven
(Bretonnians)
Hordes Of Chaos
Tomb Kings Of Khemri
Lizardmen
Beasts Of Chaos (Ég býst við að vera kominn með þessa bók í hendurnar þegar ég er búinn með allar hinar)
(Chaos Dwarfs)
(Dogs Of War)

(Það sem er innan sviga hefur ennþá ekki Army-bók. Ég mun fara mun lauslegar yfir þá heri.)

Einnig mun ég taka “Empire Ulric” Army-listann sem kemur bráðlega í White Dwarf, við fyrsta tækifæri.

Þeir sem eru glöggir í landafræði hafa eflaust tekið eftir því að Warhammer-heiminum svipar mjög mikið til heimsins okkar. Heimsálfur eru svipaðar, flestir herirnir eru byggðir á þjóðum sem eru/voru uppi, o.s.frv. Það má lengi skemmta sér við að skoða Warhammer frá því sjónarhorni, og mun ég benda á þessi tengsl í greinunum mínum um bækurnar.

(hóst)

Bastich skoðar: The Empire


Stutt yfirlit: The Empire er heitið á stærsta “mann”-veldinu í Warhammer-heiminum, og er stærsta veldið í því sem kallað er “The Old World”, sem er bókstaflega “Evrópa” þeirra. Hliðstæða Empire er einfaldlega Evrópa, en að mestu leyti Prússaveldi til forna, sem er betur þekkt í dag sem Þýskaland. Þó má sjá mörg önnur þjóðarbrot frá Evrópu, eins og t.d. Rúmeníu. Eins og Evrópa, er Empire fjölbreytt og opið, og má (mátti sjá, reyndar) allan fjandann í Empire, eins og dverga, halflings, og Ogres, bæði sögulega séð og í spilinu sjálfu.


Helstu styrkir: Stærsti styrkur Empire er fjölbreytni. Þú getur búið til Empire her fyrir hvaða tilfelli sem er. Sóknarher, varnarher, skother, galdraher, riddaraher, meira að segja skæruliðsher! Þú eru skotglaðir Empire-herir vinsælastir, vegna þess að Empire hefur gífurlegt úrval stríðsvéla. Það er ekki til Empire her sem hefur ekki að minnsta kosti eina War Machine! Síðan má heldur ekki gleyma Detachment-reglunni, sem er hernaðarleg snilld. Fyrir utan Bretonnians (sem eru líka menn) og Beastmen (sem eru næstum því menn) eru Empire eini herinn sem hefur sér “Unit formation”.


Helstu gallar: Fjölbreytnin er líka stærsti galli Empire. Það sem Empire getur gert, geta aðrir herir gert betur. Dvergar og álfar munu skjóta Empire í spað, High Elves og Lizardmen munu galdra þá í mauk, Dvergar eru betri í vörn og Greenskins og Chaos eru betri í sókn, og svona mætti lengi telja. (En þessir herir eru líka sérhæfðir, og það eru veikleikar þeirra.) Auk þess hafa Empire ekkert frábært LD, þannig að mörg Psychology og Break tests eru ekki holl fyrir þá.


Jafnvægi hersins: Empire eru bara andskoti sanngjarnir, en þó eru nokkrir hlutir sem standa út úr. Steam Tank fer þar fremstur, og ég hef illan bifur á Knightly Orders sem “Core” Choice. Síðan er Helblaster eina War Machine í spilinu sem getur grætt á því að fá MISFIRE!


Sagan og bakgrunnur: “Keisaraveldið” er heitið yfir 12 “ríki” sem hafa sameinast í eitt veldi, sem er stjórnað af Keisara. Veldið var stofnað fyrir 2500 árum af gutta sem hét Sigmar, sem tókst að sameina alla mennsku ættflokkana, auk þess að stofna bandalag með dvergunum í fjöllunum til austurs. Vegna þessara afreka, auk ýmissa líkamslegra og andlegra yfirburða, er Sigmar nú á dögum dýrkaður sem guð, og er Sigmarstrú aðaltrúin í Empire í dag, þótt margar fleiri séu líka dýrkaðar. Þrátt fyrir frábæra byrjun hefur Keisaraveldið ekki alltaf verið “hið fullkomna ríki” enda hafa þeir orðið fyrir barðinu á ýmsum vondum öflum. Orcs eru tíðir gestir í stórum ránsferðum (WAAAAAAGGGHHHH!) og Skaven dreymir um að kollsteypa mannkyninu sem hinu ráðandi afli í heiminum. Vegna landfræðilegar staðsetningar er Veldið stærsta vörnin gegn Chaos, en það er Keisaraveldið sjálft sem er sinn sterkasti óvinur. Ekkert ríki hefur átt jafnmargar borgarastyrjaldir og innanlandserjur og lengi vel voru hvorki meira né minna en 3 mismunandi Keisarar við veldi! Síðan koma langflestir Necromancers frá Empire, og aðalveldi Vampire Counts er að finna í austanverðu Keisaraveldinu. EF þið haldið að lífið í Keisaraveldinu sé dans á rósum, þá skjátlast ykkur illilega.


Fyrir þá sem spiluðu “gamla” Warhammer: Helsti munurinn á Empire þá og nú er sá að Empire í dag einbeitir sér meira að Sigmar, og á að tákna “Menn Sigmars”. Allt í Empire-hernum sem var ekki mennskt er farið, auk þess sem Kislevites og sumar klikkuðustu uppfinningarnar eru ekki með heldur. Skriðdrekinn er þó ennþá á sínum stað.


Herinn sjálfur: Það sem flestir hafa verið að bíða eftir…..

Spes reglur: Detachment reglan er eina spes dæmið þeirra, en hún svínvirkar! Í stuttu máli gerir hún að sumar sveitir geta haft litlar “hliðarsveitir”, sem eru með öðruvísi vopn heldur en “aðalsveitin”. Þannig getur 20 Swordsmen til dæmis verið með 10 Halberdiers til að styðja sig þegar þörf er á. Stærsti bónusinn við þessa reglu er þessi: Ef þú chargar aðra sveitina, getur hin chargað til baka! Þetta virkar líka í hina áttina: Ef önnur sveitin chargar þig , getur hin það líka! Þetta getur farið mjög illa með hvern sem er. Ein sveit framan á, ein sveit á hliðina.


Magic Items: Keisaraveldið er kannski ekki með mörg “Ofur-Items” (Van Horstmann´s Speculum og Griffon Banner eru þau einu) en þeir hafa mörg frábær Item sem leyna á sér. Ég hef oft spáð í því af hverju mörg þeirra bestu eru aldrei notuð. Þegar yfir heildina er litið, koma Empire mjög vel út í Magic Items.

Bestu Itemin:

Vopn: Mace Of Helstrum (Happy Gilmore Style!), Sword Of Sigismund, Hammer Of Judgement

Brynjur Gilded Armour, Armur Of Meteroic Iron

Talismans: Holy Relic (Klassík), Sigil Of Sigmar

Kuklgræjur: Seal Of Destruction (Destroy Scrollið gamla), Rod Of Power

“Items”: Silver Horn (Algjör snilld!), Doomfire Ring, Van Horstmann´s Speculum

Bestu banners: Banner Of Sigismund, Griffon Banner


Lords: Þessir þrír Lord valmöguleikar hjá Empire eru dálítið merkilegir fyrir þær sakir, að á meðan Empire-herinn stílar út á fjölbreytni, gera þeir það ekki. Hver Lord hefur mjög sérstöku hlutverki að gegna.

Elector Count: Leiðtoginn. Flestir aðrir herir hafa Heroes sem geta léttilega rassskelt þennan gaur. En hann er samt bestur af þessum 3 Lord valmöguleikum, aðallega vegna þess að hann er hræódýr í punktum. Hann hefur LD 9, sem er örugglega það mikilvægasta við hann. Hann er best notaður fótgangandi og vel varinn af 30 vinum sínum og nálægt restinni af hernum, þar sem leiðtogahæfileikar hans koma að góðu gagni. Þó er voðalega freistandi að gera hann að bardagamaskínu, enda er Elector Count eini characterinn sem getur verið á Griffon og tekið Runefang-vopnið. Að gera svoleiðis er vafasamt í besta lagi. Ég ráðlegg aðeins reyndum spilendum að reyna svoleiðis.

Grand Master: Stríðsmaðurinn. Hann er góður í bardaga (For a ´umie!) en ekkert sérlega góður leiðtogi. Hann er líka fastur á hestbaki, sem þýðir að hann er stílaður á sóknarbardaga, og kostar tvöfalt meira í pts heldur en Elector Count! Hann gerir líka sveitina sem hann er með “Immune To Psychology”, sem kemur sér mjög vel. Ef þú notar her sem rýkur yfir borðið til að lúskra á fólki, þá er Grand Master hershöfðinginn þinn.

Wizard Lord: Galdramaðurinn. Ef þú ætlar að galdra þér leið til sigurs, þá notarðu þennan. Ekki bara er hann lélegur leiðtogi (enda eru allir galdrakarlar það) heldur er hann aumingi í þokkabót. Hann þarf að vera vel varinn gegn öllu, og virkar auðvitað langbest á færi. Þegar komið er í 3000 pts bardaga, er Wizard Lord frábært val sem Lord Choice No 2.


Heroes: Svo margar góðar hetjur, svo fá Hero slot!

Captain: Mini-Elector Count, stattalega séð. Hræódýr, með marga valmöguleika og mikla fjölbreytni. Annars er þetta bara lítil hetja. Með einn stóran bónus. Hann má vera á Pegasus. Hversu margir hérna myndu ekki vilja hafa eina fljúgandi hetju á Pegasus fyrir 100 pts? Hann verður enginn Ofurmaður fyrir vikið, en hann getur gert svo margt annað: Drepið War Machines, veitt galdrakarla, blokkað Marching, o.s.frv. (Erfiðasta dæmið er að redda Pegasus)

Warrior Priest of Sigmar: Best er að líta á hann sem “Mjög góðan Champion”. Sigmar-presturinn kemur að mestu gagni við að hjálpa vinum sínum, þannig að hann er næstum því gagnslaus þegar hann einn á ferð. Auka Dispel teningur kemur oft að góðu gagni, og að hata Chaos-kvikindi er oft nothæft. Auk þess hefur hann Sigmarite Prayers, sem eru skemmtilegir til að veiða Dispel-teninga frá andstæðingum, en þeir eru flestir stílaðir á hjálp og vörn.

Warrior Priest of Ulric: Næstum því alveg eins og Sigmar-presturinn, nema hvað hann gefur Hatred á móti öllum með LD 6 eða minna, og Ulric Prayers eru meira í áttina að angra og meiða andstæðinginn. (Reglurnar fyrir þá eru í nýlegu White Dwarf)

Master Engineer: Lélegasta hetjan, því hæfileikar hans eru svo takmarkaðir. Hann er með ofnæmi fyrir close combat, en svínvirkar á færi. Sérstaklega löngu færi, því hann getur tekið Hochlang Long Rifle (Sniper!). Hann getur líka verið samfó með War Machine (EKKI Helblaster samt!) og hjálpað til. Að mega kasta MISFIRE!-teningum er gott, en oftast er venjulegt hetja betri puntkafjárfesting heldur en Engineer.

Battle Wizard: Galdrakarl. Aumingi. Ódýr í punktum. Empire-galdrakarlar eru þó betri en flestir aðrir, því þeir hafa svo marga galdra til að velja um. Þess vegna eru Battle Wizards mjög líklegir til að vera punktanna sinna virði.


Core Choices: Aðalstyrkur Empire-hersins!

Halberdiers: Maður með Halberd. Úúú. Hroðalegt. Getur samt komið að notum að vera með S4. Halberdiers eiga að vera aðalstyrkur Empire-hersins. Ég á bágt með að sjá hvernig. Halberd-reglurnar gera þá einfaldlega ekki virði puntkanna sinna, sérstaklega þegar Swordsmen kosta bara 1 punkt meira.

Spearmen: Svipuð saga og með Halberdiers. Bara verra. Af hverju að taka Spearmen, þegar þú getur tekið bæði Swordsmen, sem eru einfaldlega betri, eða Free Companies, sem er ódýrari og með jafnmargar árásir? En það er reyndar AlheimsVandamál með Spearmen í öllum herjum, þeir mæta ekki kostnaði, og er það aðallega Spear-reglunum að kenna.

Swordsmen: WS 4 og 4+ AS (close combat only) fyrir 7 pts stykkið? Frábært það! Ég skil vel að allir noti þá, þeir geta staðið í hárinu á flest öllum Infantry-sveitum sem til eru. Sérstaklega fyrir 7 pts stykkið.

(Hafa skal í huga að hlutverk Swordsmen er ekki að drepa allt sem hreyfist, heldur að lifa af og vinna á combat result. Ef fólk vill að Swordsmen drepi mann og annan, ráðlegg ég að stinga einum Captain eða Warrior Priest í sveitina.)

Free Companies: Berrassaður maður með tvö vopn. Eins asnalega og þetta hljómar, getur það komið að góðum notum. Lágur punktakostnaður þýðir mikill fjöldi, og þegar hver er með tvær árásir þá hlýtur eitthvað að drepast. Ekki senda þá í Cavalry!

Free Companies eru kallar sem mega missa sín. Fórnaðu þeim framan í Chaos Knights ef það hentar þér. Passaðu þig samt á Panic Testum!

Handgunners: Ódýrir og afkastamiklir, Handgunners eru sú sveit sem ég sé í ÖLLUM Empire-herum, og oftast fleiri en eina. Þeir drífa “bara” 24“, en S4 og Armour Piercing bætir upp fyrir það. En aðalástæðan sem ég sé að allir taka Handgunners er sú, að einn gaur í sveitinni má taka annaðhvort Repeater Hand Gun (og vera andvirði þriggja Handgunners) eða Hochland Long Rifle (Camper Bitch!).

Crossbowmen: Það mætti halda að þeir séu verri en Handgunners, en í raun er svo ekki. Þeir eru ekki Armour Piercing, og Crossbowmen Marksman er bara Marksman, en Crossbows drífa lengra, sem skiptir miklu máli. Ef andstæðingur þinn vill koma í skotkeppni, er alltaf góð hugmynd að hafa Crossbowmen með sér.

Archers: Með öll þessi þungavopn, er auðvelt að gleyma Archers, með sinn lélega S3 boga. En hann hefur aðra kosti. Ólíkt hinum byssunum, mega Archers hreyfa sig, OG skjóta. Ekkert er jafn pirrandi og ”skotmark“ sem vill ekki standa kjurrt. Sérstaklega skotmark sem skýtur til baka! Auk þess eru þeir Skirmishers, sem þýðir að þú getur hrúgað þeim öllum í stóran klump, og samt geta þeir ALLIR skotið á sama skotmarkið. Hagkvæmt þegar borðið er þröngt.

Huntsmen: Sérsveitarmenn Keisaraveldisins. Archers með stærri boga og eru Scouts að auki. Næstum því ómissanlegir, jafnvel þótt þeir drepi ekki einn einasta mann, vegna þess að þeir geta byrjað svo nálægt andstæðingnum!

Knightly Orders: Næststærsta svindlið í Empire-hernum. Heavy Cavalry á einfaldlega ekki að vera Core Choice! Sérstaklega ekki þegar þeir hafa 1+ í AS! Til að strá salti í sárið, þá geta þeir uppfæri eina sveit upp í Inner Circle Knights á spottprís! Enda sér maður aldrei neitt annað heldur en Inner Circle Knights!

Hvort sem þeir eru Core Choice eða ekki, eru Knightly Orders ein besta sveitin í Empire-hernum. Ef notaðir rétt, geta þeir valtað yfir allt og alla.

White Wolf Knights: Aðeins sérhæfðari riddarar. Þeir hafa minna AS, en hafa Cavalry hammer, sem gerir það að þeir hafa alltaf að minnsta kosti S4. (S5 fyrir Inner Circle!) Það er oftast bara smekksatriði hvort er notað.


Special Choice: Hér koma hinar frægu War Machines til sögunnar!

Greatswords: Heavy Infantry fyrir Empire. WS 4, 4+ AS, Greatweapons og Stubborn á Ld 8 gerir þá að sveit sem tollir í bardaga. Uppáhaldsdvalarstaðir Elector Counts. En þrátt fyrir alla sína styrki, eru þeir bara menn í niðursuðudósum með stór sverð. Þeir eru mun liklegri að verða slátrað til seinasta manns heldur en að flýja úr bardaga.

Pistoliers: Fast Cavalry sveit Keisaraveldisins. Og merkilegt nokk, sú næstbesta í Warhammer. Ólíkt flestum öðrum Fast Cavalry sveitum, þá eru Pistoliers betri í close combat heldur en shooting!

Dæmi: 5 Pistoliers + 1 Marksman (með Repeater Pistol) munu hafa 13 S4 AP árásir í fyrstu lotu bardagans! Og hestarnir eru ekki taldir með! En þegar kemur að shooting, drífa þeir bara 8”, og skjóta bara 8 sinnum (Já, Pistoliers geta barað notað 1 byssu í Shooting phase!) en þeir mega hreyfa sig og skjóta, þannig að raunverulegt færi þeirra er 24“! Þeir virka best í litlum sveitum, því of stórar sveitir draga að sér óþarfa athygli.

Great Cannon: Stór fallbyssa. Drífur langt. Segir BOOM! Þarf virkilega að segja eitthvað meira?

Jú, einn hlut: Munið eftir Grapeshot-reglunni! Eitt Grapeshot getur farið illa með sveitir sem eru of nálægt!

Mortar: Margir nota ekki Mortar rétt. Mortar er hannaður til að ná yfir stærra svæði, á kostnað styrkleika. Í öðrum orðum, þetta er Infantry-bani. Skaven HATA Mortars! Miðaðu Mortar þar sem þú færð sem flest skotmörk, ekki á það sem hættulegast er. Til þess eru fallbyssurnar. :)


Rare Units:

Helblaster Volley Gun: Það er undantekning ef Helblaster drepur ekki andvirði 125 pts! Fólk getur orðið svo hrætt við þetta apparat, að það hleypur í burtu frekar en að bíta á jaxlinn. Þannig getur Helblaster líka virkað til að fæla fólk: Settu Helblaster niður þar sem þú vilt ekki að óvinurinn komi. Þetta er líka stærsta skotmark andstæðingsins!

Flagellants: Svokallað Tar Pit Unit, ”tjörusveitir“ hafa það markmið að festa andstæðinginn í combat eins lengi og hægt er. Flagellants tekst það hlutverk ágætlega, Ertu hræddur við einhverja sveit? Hentu Flagellants í þá til að tefja fyrir! T4 gerir þá seigari en WS 2 gerir þá aulalegri. Því miður taka flestir Empire-spilarar eitthvað annað í staðinn fyrir þá, til dæmis……

Steak Tank: ALL HAIL THE GRAND CHEESE! Þessari blikkdós var bætt við herinn eftirá, og var augljóslega ekki þaulhugsuð, reglulega séð. Vandamálið við skriðdrekann er ekki að hann er svo ósanngjarn, heldur það að hann notar sínar eigin reglur, auk þess sem hann tekur móttó Warhammers: ”Einfaldari reglur“ og gefur skít í þær. Þrjár blaðsíður af reglum? WTF? OG þar í ofaníbót eru reglurnar hans ekki samhæfar við WFB-reglurnar. Hann hunsar galdrareglurnar og close combat reglurnar að mestu leyti, og sumir herir eiga einfaldlega ekki roð í hann! Það þarf virkilega að yfirfæra reglurnar fyrir þessa apparat.

En fyrir þá sem keyptu hann og eiga i vandræðum með að nota hann, þá ætla ég að segja þetta: Brunið yfir völlinn! Ekki sitja kjurrir með hann og bora í nefið! Á meðan skriðdrekinn er í close combat, er ekki hægt að skjóta á hann! Manið chariots í að charga skriðdrekann (híhíhí) og gleymið ekki að hann veldur TERROR!


Hvernig skal spila Empire: Með taktík. Stærsti styrkur Empire er heilinn í spilandanum. Ef þú veist hvað þú ert að gera, er herinn viss um sigur. Oftast eru Empire-spilarar á móti betri herjum, en ekki endilega betri spilendum. Empire geta aðlagað sið að breyttum aðstæðum og verið fjölbreyttir, á meðan einhæfir herir eiga í mestu vandræðum með Empire-heri.

Þó er ein ”örugg" (en leiðinleg) leið til að vinna með Empire: Mikið af skotvopnum! En í guðanna bænum farið ekki að grenja ef Dvergar og álfar skjóta ykkur í spað!