Ég ætla að henda af stað smá ‘keppni’. Í þetta sinn verður slegist um hver er með flottasta/besta/asnalegasta viðmótið í WoW.

Þetta verður frekar einfalt. Þið ýtið á Print Screen, komið myndinni í viðeigandi stærð og smellið inn á huga. Easy, right? Það eru þó einhverjir staðlar og reglur sem þið verðið að fylgja, sorry. :)

Reglur:

Þátttakandi má senda inn eina mynd fyrir hvern character.

Ef þið eruð með öðruvísi UI á öðrum character, sendið það inn sér.

Reynið að sýna eins margar útfærslur af viðmótinu eins og hægt er.

Þegar þið gerið lýsingu á myndinni, þá getið þið sett inn myndir af viðmótinu við mismunandi aðstæður. Dæmi: Solo, PvE, PvP og raids. Þetta er ekki nauðsynlegt, en ekki óvitlaust.

Takið fram helstu upplýsingar.

Upplausn, addon í notkun og fleira sem ykkur dettur í hug. Það er skilyrði að upplausn fylgi með. Ef þið viljið vera góð, uploadið þá UIinu líka (algjörlega ykkar val). Þið getið líka tekið fram hversu mikið minni viðmótið er að nota og ykkar skoðun á því.

Myndin má ekki vera stærri en 1024x768.

Þetta er útaf takmörkunum á vefnum. Minnkið myndina með myndvinnsluhugbúnaði og setjið link á myndina í fullri stærð einhverstaðar á netinu. Ef þið þurfið að minnka myndina, þá er æskilegt að þið látið þetta fylgja með.

Uppsetning.

Höfum formið einfalt, en gott. Þegar þið sendið inn myndina, skýrið hana þá "UI - *Character* *Class* - *Server".

Svona myndi ég vilja sjá þetta:
UI - Steini Paladin - Bronzebeard

*ímyndið ykkur mynd*

Viðmót sett saman af mér. Notaði eftirfarandi Addons:

Auctioneer
Bartender4
PitBull4

[Solo]
[PvE]
[Raid] (hérna kæmu linkar á myndir af viðmótinu).

Ég er að keyra leikinn í 1280x1024 og í fullri vinnslu notar viðmótið um 30mb. Finnst of mikið af dóti á því, en ég er að vinna í að losa mig við óþarfa drasl. [Hérna] getið þið sótt viðmótið.

Látið mig vita ef ykkur finnst eitthvað vanta þarna.

Viðmót sem er ekki eftir ykkur

Ég ætla ekki að banna viðmót sem þið bjugguð ekki til. Takið bara fram hvað það heitir, hvar þið fenguð það og ef þið eruð búin að tweaka það til, endilega sýnið hvernig.

Hentugar síður

ImageShack - Síða þar sem þið getið hýst myndir.
RapidShare - Síða þar sem þið getið geymt skrár.

Ég vil benda notendum áhugamálsins á að það sem þið skoðið og sækið fyrir utan huga er algjörlega á ykkar ábyrgð.

Þegar keppnin er búin, þá verður gerð könnun þar sem þið getið kosið um besta viðmótið. Ég efa það stórlega að það verði einhver verðlaun, en hver veit? Keppnin byrjar núna og mun halda áfram þar til ég er orðinn sáttur með þátttökuna. Vonum bara að hún verði góð, því annars verður ekkert úr þessu (duh).

Gangi ykkur vel.