Sumir segja að þetta hafi verið lagað í patch 2.1.3(minnir mig) en það var ekki gert(virkaði að minnsta kosti ekki=
Auk þess verð ég að benda á það að það er ekki fyrir hvern sem er að fikta í registry, mæli með því að þið sleppið því, nema þið vitið hvað þið eruð að gera.
Það er búið að gera forrit(meira að segja fyrir tveim mánuðum síðan held ég) sem sér um þetta fyrir ykkur.
http://www.curse.com/downloads/details/10599/
Þeir sem eru hræddir um að það sé vírus/trojan eða einhvað álíka þá er það rugl. Bara það að þetta sé hostað á curse, er búið að hanga svona lengi þarna inni og það er enginn búinn að kvarta segir sitt. Auk þess væru curse menn ekki lengi að henda þessu út.
Hvernig…
Þið náið einfaldlega í zip skrána og unzippið. Síðan smellið þið á “setup” … Þá annaðhvort opnast forritið eða þá að það myndast ný skrá þar sem setup skráin er sem heitir “FasterPing”. Vista notendur stoppið hér og lesið neðar.
Ekki breyta neinu, smellið bara á “Apply Changes”, nema þið vitið upp á hár hvað þið eruð að gera.
Vista notendur
Þegar þið eruð komin í FasterPing forritið, þá er linkur neðst sem bendir ykkur á windows update, þar verðið þið að ná í smá update og setja það upp, tekur enga stund(engin hætta, þetta update er af microsoft.com). Þegar það er búið getiði látið FasterPing gera sitt með því að fara í forritið og velja “Apply Changes” án þess að breyta neinu, nema þið vitið hvað þið eruð að gera.
Hvers vegna?
Vegna þess að windows er vísvitandi að hægja á litlum gagnasendingum og bíður með það að senda gögnin. Gott fyrir sum forrit en í netleikjum er það ekki sama sagan, þar sem öll gögn þurfa að vera send um leið.
Segjum svo að skipunin sem er send servernum til að hearthstona sé “use_hearthstone”.
Þó svo að þessi skipun sé aðeins örlítil, 1byte eða einhvað, þá þarf hún samt sem áður að gerast strax.
FasterPing breytir registry hjá þér þannig að windows hætti að hægja á sendingunum og framkvæmir þær þess í stað um leið og beðið er um.
Hvað breytist hjá greinarhöfundi?
Ég var alltaf í svona 250-300ms .. núna er ég alltaf í 70-120ms.
Þó þetta litla ms virðist kannski ekki breyta miklu þá getur það skipt sköpum. Til dæmis ef þú ert að interupta spell í pvp, eða til að taunta í pve.
Og auðvitað verð ég að taka það fram, þó ekki væri nema vegna venju, að öll notkun á þessu er á ykkar eigin ábyrgð. :)
Ég vill gera þetta sjálfur
Google er vinur þinn, en hér er einn linkur, http://www.mmo-champion.com/index.php?topic=3031.0 .
Source: Héðan og þaðan, aðalega af curse. Myndin er tekin af curse líka.
Undirskrift sem þú vilt hafa í lok hvers pósts á korkunum. Aðeins 1024 stafir leyfðir, allt framyfir þeirri takmörkun verður klippt af.