Týpa: Mitsubishi Galant.
Árgerð: 1990
Ekinn: 108.000km
Vél: 2L vél
Skipting: Ssk
Rafmagn í rúðum
Rafmagn í speglum
Sóllúga
Cruise Control

Ástand: Innréttingin er alveg eins og ný, fékk endurskoðun en er búinn að gera við allt nema spindilkúlu í stýrisbúnaði að framan til vinstri, hef séð spindilkúlu til sölu á undir 2500kr svo að það er bara eitthvað smotterí.

Það sem ég látið gera síðan í sumar:
Gera við bremsurnar allan hringinn, gera við handbremsuna, gera við alternatorinn, skipta um gorma og dempara að framan, fara með hann í smurningu(það var í þessari viku), viftureim, kerti, útvarp með aux tengi og tveir 250W hátalarar afturí og tveir litlir 15W frammí sem er original held ég, en virka alveg.

Það sem er nýlegt: Tímareim, pústkerfi.


Er að láta gera við einhverjar gangtruflanir núna, annars er bíllinn í góðu lagi. Loftnetið er samt lélegt svo ég teipaði bara annað loftnet við það gamla og ég næ öllum útvarpsendingum vel .. nema 101,5 sem er stundum smá rugluð.
Alveg ótrúlega þægilegt að keyra þennan bíl, fínn kraftur. Allt rafmagn í bílnum virkar.
Ég er annar eigandi, ég keypti hann í sumar af ömmu minni sem fór alltaf ótrúlega vel með bílinn. Það er líka ekkert ryð í honum, nokkrir blettir á lakkinu en ekkert merkilegt.
Það fylgja með bæði sumardrekk og nagladekk.



Verð: 100.000 staðgreitt.