Halló kæru BF2 spilarar.

Með þessari grein ætla ég að fræða ykkur um vopnin sem eru boði í leiknum, þau sem þú getur unlockað og ætla ég að fara yfir þau í smáatriðum. Þó ég viti ekki allt um öll vopnin þá endilega bætið við.

Ég byrja á Special Ops og enda á Anti-Tank og fer þannig niður röðina eins og hún er í leiknum.

Special Ops = G-36c

Fullt nafn er Heckler & Koch G-36c og er frá sömu framleiðendum og G3A3 riffillinn hjá Assault classanum sem ég fer í seinna. Þessi riffill er afbrigði af þýska rifflinum G-36 sem er standard infantry vopn hjá þýska hernum í dag og hefur sannað getu sína þar. G-36c gerðin er stutt útgáfa af honum sem er m.a.s. styttri en karbínu útgáfan af rifflinum, sem heitir G-36k. G-36c er með picatinny rail til að festa sjónauka og er með vara járnsigti til ef sjónaukinn mundi brotna eða einhvernveginn eyðileggjast, en í leiknum notar maður hins vegar járnsigtin.

Skot eru af gerðinni cal.223 Remington sem er eins skot og M-16, M-4, M-249, AK-101 og SA-80 nota eða 5.56x45mm og fer kúlan um 1 km/sek sem er töluverður hraði. Skotin eru geymd yfirleitt í 30 skota magasíni og stundum er auka magasín fest á hliðina á hinu, gott dæmi um það er AK-101 hjá MEC.

Riffillinn er 720mm á lengd sem er 72cm með skeftið í beinni stöðu en 500mm eða akkúrat ½ m á lengd með skeftið í folded stöðu. Hlaupið er 228mm á lengd eða 22.8cm og vegur riffillinn 2.8kg með skothraða 750 skot/mín.

Upprunalegi G-36 riffillinn var tekinn í notkun hjá Bundeswehr 1995.

Sniper = Barrett M-95

Bandarískur heavy sniper gerður fyrir cal.50 BMG eða 12.7x99mm sem var first notað í Brownig M2 vélbyssuna sem flestir ættu að kannast við. Ég veit ekki mikið um þennann sniper en ég reyni að lýsa honum eins og ég get.

Í fyrra Persaflóastríði 1991 fékk bandarískur hermaður skráð hjá sér kill fyrir að skjóta íraskann hermann á yfir 1 km færi og segir það nokkuð um hittni hans og skotkraft en það var með Barrett M-82 snipernum sem er hins vegar hálfsjálfvirkur, og þannig rifflar eru yfirleitt ekki eins nákvæmir og kraftmiklir og boltaskiptir rifflar eins og M-95 er.

Barrett serían af sniperum var tekin í fyrst notkun árið 1982 með M-82 rifflinum en M-95 var tekinn í notkun árið 1995. Barrettinn er 1142mm á lengd eða 114.2cm og þar af er hlaupið 737mm eða 73.7cm og þess má geta að þessi sniper er með Bullpup tækni sem gerir hann líka stuttann. Bara hlaupið er örlítið lengra en G-36c riffillinn sem talað er um hér fyrir ofan. Hann tekur 5 skot í eitt stórt hylki, er með sjónauka sem stækkar 10x og vegur um 9.98kg og fara skotin á um 850 metra/sek útúr hlaupinu þegar skotið er.

Assault = G3A3

Heckler & Koch G3A3 er frá þeim sömu og gerðu G-36c. Þetta er frægur riffill sem var í notkun frá 1956 til 1995 hjá Bundeswehr og er enn í notkun hjá mörgum þjóðum eins og Noregi, og Íslandi hjá hinum íslensku friðargæsluliðum. Ég sá þannann riffil bregða nokkrum sinnum fyrir í myndinni Black Hawk Down en ég ekki séð hann birtast neinni mynd þar til þá.

Þessi riffill er mjög nákvæmur og kemur mjög lítið högg af honum eða recoil og er mjög þægilegur í notkun. Þetta var fyrsti sjálfvirki riffill sem Þjóðverjar smíðuðu eftir WWII en var þá auðvitað með annað look og gerður að mestu úr stáli en er núna kominn með meira af plasti, réttara sagt Polymer sem Heckler & Koch fyrirtækið fattaði upp á og hefur síðan breitt framleiðslu margra vopna. Það sem er eitt sérstakt við þegar byssustingur er festur á hann er að hann kemur upp á hlaupið og er næstum fyrir sigtinu en hann er gerður þannig að hann truflar ekki miðið.

Riffillinn notar skot af gerðinni cal.308 NATO eða 7.62x51mm sem er öflugra en cal.223 skotið en fer samt hægar eða um 800 metra/sek, er þyngra og drífur í gegnum meira. Hann tekur 20 skot í magasín og skítur minnir mig í kringum 500 skot/mín.

Hann er 1023mm á lengd eða 102.3cm og er hlaupið 450mm eða 45cm og vegur hann 4.5kg. Um 3 milljónir hafa verið smíðaðar.

Support = PKM

Þessi fræga vélbyssa er hönnuð af Mikhail T. Kalasnikov sem gerði meðal annars AK-47, og þíðir það hágæða tól þ.e.a.s. í áreiðanleika og kannski vinsældum. Er þetta ein mest notaða vélbyssa hjá hryðjuverkamönnum og hefur maður séð myndir frá Írak þar sem uppreisnarmenn ganga bara um með þessa byssu með 100 skota kassa neðan á.

Hún var gerð um miðjan 7.áratuginn(1960-1069) til að koma í staðin SG43 vélbyssuna úr WWII . Þykir hún mjög áreiðanleg og notar skot af gerðinni 7.62x54mmR sem ég, persónulega, hef prófað að skjóta úr finnskum Mosin-Nagant riffli. Maður geimir þau venjulega í 100 skota kassa, og svo er hægt að hafa 200 skota kassa, og auðvitað er hægt að setja hana á þrífót og þá er hún yfirleitt með 250 skota kassa við hliðina á sér, en ekki á byssunni. Hún er með þessi týpísku AK sigti til að miða og notar eiginlega eins mekanisma.

Vélbyssan er 8.99kg á þyngd með tvístand en 16.48kg á þrífæti, hún er 1173mm á lengd eða 117.3cm og er hlaupið af þeim mm 658mm eða 65.8cm. Eins ég hef nefnt fyrr þá notar hún 7.62x54mmR og skýtur 650 skotum á mín.

Hún er í notkun hjá öllum fyrrverandi helstu lýðveldum Sovétríkjanna og flestum leppríkjum þeirra og svo nær flestum Mið-Austurlöndum og Afríkuríkjum.

Engineer = Jachammer

Þetta er bandarísk haglabyssa sem er reyndar ekki komin í fjöldaframleiðslu enn þá en eru samt til örfá stykki af henni. Þessi byssa er mjög framtíðarleg í útliti og hylkið er bara eins og hjól sem er fyrir aftan gripið, eiginlega eins og bullpup tæknin, og virkar eins og hjól í rúllettu. Byssan tekur 10 skot af 12ga 3 tommu skotum og eru þessi skot ein þau öflugustu í haglabyssu, hún er hins vegar bara með 7 skot í leiknum.

Þetta vopn notar eins og ég sagði 12ga skot sem eru 3 tommur á lengd sem er kallað 12/76 og er með 10 skot. Hún er 787mm á lengd eða 78.7cm og þar af er hlaupið 525mm eða 52.5cm. Byssna vegur óhlaðin 4.57kg og skítur 250 skotum á mínútu.

Medic = SA-80, L-85

Þetta er í dag standard infantry vopn breska hersins og hefur verið í notkun síðan um miðjan 9.áratuginn (1980-1989). Þykir þessi riffill ekkert sérstaklega áreiðanlegur og voru breskir hermenn í t.d. Afganistan mikið að kvarta yfir því. Breski herinn stendur að því að taka hann úr notkun árið 2006 og taka þá í staðinn þýska G-36 riffilinn sem ég minntist aðeins á hér rétt áðann, og myndi það vera í fyrsta sinn í einhverjar aldir eða bara í fyrsta sinn sem Bretar taka vopn til að vera standard vopn sem ekki er framleitt af í þeirra eigin landi.

Menn hafa líka verið að kvarta yfir því magasín takkinn eða takkinn til að leisa magasínið sé á óþægilegum stað, ég veit reyndar ekki hvar hann er sjálfur.

Sigtið á rifflinum er kallað SUSAT og er það bara lítill sjónauki með annaðhvort ljóspunkti eða nál eins og er í leiknum en ég veit ekki hvort það er í alvöru.

Riffilinn notar skot af gerðinni cal.223 Remington eins og G-36c sem ég var að lýsa eða 5.56x45mm og tekur 30 skot í magasín. Hann er frekar stuttur af riffli að vera eða 780mm sem eru 78cm og er hlaupið þar af 518mm eða 51.8cm. Hann vegur 4.13kg með sigti og tómu magasíni en 5kg hlaðinn og skítur 650 skotum á mín.

Anti-Tank = Striker, Protecta

Ég veit ekki mikið um þessa byssu en ég skal lýsa henni hér. Hún var fyrst kölluð Striker en eftir einhverjar lagfaranir var hún kölluð Protecta, en er hún samt framleidd í þessum tveimur gerðum. Hylkið á byssunni er eins og hjól svipað og Jackhammer nema að ekki er hægt að taka hjólið úr, né sníst það þegar maður skítur. Maður hleður eitt skot í einu og er byssan hálfsjálfvirk eins og Jackhammer.

Haglabyssan notar skot sem eru 12ga og 2 ¾ tommur að lengd eða 12/70 og tekur 12 þannig skot í hring-magasín. Striker gerðin er 508mm að lengd með skeftið folded eða 50.8cm og 792mm með skeftið í beinni stöðu. Protecta er 500mm að lengd eða ½ m með með skeftið folded en 800 mm sem eru 80cm í beinni stöðu. Báðar gerðirnar hefa verið gerðar með allt frá 171mm hlaupum sem er 17.1cm og er það þokkalega stutt, upp í 760mm eða 76cm en venjulega eru þær með 304mm hlaup eða 457mm.

Ég vona að þetta verði einhverjum til gagns og takk fyrir mig.

Í lýsingunum styðst ég við raunverulegar upplýsingar en ekki eins og þær eru í BF2.

Kv. Bjarki.